- Advertisement -

Katrín og lýðræðisástin

„Þetta leikrit er orðið súrt og stendur ekki undir lokasenunni.“

Atli Þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal skrifar:

Stjórnmál „Það lýsir ekki mikilli lýðræðisást að að draga það vikum saman að gefa skýrt til um hvort þú ætlir í forsetaframboð eða standa þína plikt sem forsætisráðherra. Svona framganga er virðingarleysi við almenning, embættin og samstarfsfólk. Alls ekki gott veganesti fyrir forsætisráðherra né forseta. Það skiptir raunar engu máli lengur hver ákvörðunin er. Þetta leikrit er orðið súrt og stendur ekki undir lokasenunni. Að íslenskum sið má þó gera ráð fyrir að hluti áhorfenda stappi, klappi og blístri af meðvirkni þegar tjöldin loks falla. Verkið fékk jú 3.5 stjörnur í pressunni. Annað væri bara dónaskapur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: