- Advertisement -

Katrín: Lýðskrum á Alþingi

Ég ber mikið traust til Alþingis, hef setið hér í 12 ár.

„Mér finnst merkilegt að hlusta á háttvirta þingmenn tala eins og þingmönnum framtíðarinnar, sem og samtímans, sé ekki treystandi. Slíkur málflutningur finnst mér einkennast af því sem hefur verið kallað lýðskrum þar sem reynt er að tala niður lýðræðislegar stofnanir sem eru grundvallarstofnanir í frjálslyndum lýðræðisríkjum og tryggja einmitt að sjónarmið minni hluta njóti verndar, að stjórnmálin séu lykilþáttur í því að vernda lýðræðið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, meðal annars í ræðu sinni, þegar rætt var um þriðja orkupakkann.

„Hingað geta háttvirtir þingmenn komið og sagt að þeir treysti ekki stjórnmálamönnum eða háttvirtum  þingmönnum framtíðar. Ég er ósammála því. Ég ber mikið traust til Alþingis, hef setið hér í 12 ár, og ég tel að Alþingi sé sú stofnun sem mestu máli skipti í okkar stjórnkerfi. Ég ber virðingu fyrir þessari stofnun og treysti þingmönnum framtíðarinnar, ef þessi spurning kemur upp, til að kynna sér þetta mál og taka ígrundaða afstöðu til þess.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: