- Advertisement -

Katrín langoftast hjá RÚV

Gunnar Smári skrifar:

Kannski finnst fólki það sjálfsagt að fréttir og viðtöl við tíu ráðherra séu fleiri en fréttir og viðtöl við hina 52 þingmennina. Það er 450% algengara að RÚV ræði við ráðherra en almenna þingmann.

Eða að það séu fleiri fréttir og viðtöl við Katrínu Jakobsdóttur en samanlagt alla þingmenn Flokks fólksinsViðreisnar og Pírata? Katrín kom að meðaltali við sögu sex daga í viku á þessum rúmum þremur árum en einhver þingmanna þessara flokka 5,5 sinnum í viku.

En kannski lyktar þetta af óþarflega valdamiðaðri stjórnmálaumfjöllun? Það er alla vega tilfinning mín sem almenns hlustenda og áhorfenda, ég upplifi að ráðherrarnir séu nánast í öllum fréttum og viðtalsþáttum, oftast að þylja upp fréttatilkynningar frekar en að ræða alvöru pólitík.

Hvað með kynin? Þau eru jöfn, nánast upp á gramm, hjá Ríkisútvarpinu. Það á við um fréttir og viðtöl við kynin sem hópa. En þar sem karlar eru fleiri á þingi þá er í raun 50% líklegra að talað verði við þingkonu en þingkarl.

Og flokkarnir? Svona skiptast þeir, miðað við meðaltal viðkomu hvers þingmanns flokkanna í fréttum og þáttum Ríkisútvarpsins:

  • VG: 5,43 á mánuði
  • Sjálfstæðisflokkur: 3,64 á mánuði
  • Framsókn: 3,47 á mánuði
  • Samfylkingin: 2,64 á mánuði
  • Viðreisn: 1,90 á mánuði
  • Píratar: 1,83 á mánuði
  • Miðflokkur: 1,81 á mánuði
  • Flokkur fólksins: 1,76 á mánuði

Eins og sjá má er VG í sérflokki meðal stjórnarflokka og Samfylkingin í nokkrum sérflokki meðal stjórnarandstöðunnar. Þarna má mögulega lesa áhuga frétta- og dagskrárgerðafólks; það er frekar svona VG, Samfylking og kannski Viðreisn en annað. Þó má benda á að meðaltalið kann að draga Sjálfstæðisflokkinn niður, sem er með flesta þingmenn. Það má hins vegar segja að nýju flokkarnir Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV.Annars eru fréttir og viðtöl af þingfólkinu svona að meðaltali á þessu tímabili:

Fyrsta deild:

  • Katrín Jak­obs­dótt­ir (V): 6,0 sinnum í viku
    Bjarni Bene­dikts­son (D): 3,5 sinnum í viku
    Svandís Svavars­dótt­ir (V): 2,5 sinnum í viku
    Sig­urður Ingi Jóhanns­son (B): 2,1 sinnum í viku
    Lilja Al­freðsdótt­ir (B): 1,8 sinnum í viku
    Kristján Þór Júlíus­son (D): 1,5 sinnum í viku
    Ásmund­ur Ein­ar Daðason (B): 1,5 sinnum í viku
    Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir (D): 1,5 sinnum í viku
    Guðlaug­ur Þór Þórðar­son (D): 1,5 sinnum í viku
    Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir (D): 1,4 sinnum í viku
  • Sigríður Á. And­er­sen (D): 1,3 sinnum í viku
    Logi Ein­ars­son (S): 1,2 sinnum í viku
    Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son (M): 1,2 sinnum í viku
    Stein­grím­ur J. Sig­fús­son (V): 1,1 sinnum í viku
    Helga Vala Helga­dótt­ir (S): 1,1 sinnum í viku
    Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir (C): 1,1 sinnum í viku

Önnur deild:

  • Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir (P): 3,9 sinnum í mánuði
    Rósa Björk Brynjólfs­dótt­ir (S): 3,4 sinnum í mánuði
    Gunn­ar Bragi Sveins­son (M): 3,0 sinnum í mánuði
    Inga Sæ­land (F): 2,7 sinnum í mánuði
    Jón Gunn­ars­son (D): 2,6 sinnum í mánuði
    Guðmund­ur Andri Thors­son (S): 2,5 sinnum í mánuði
    Oddný G. Harðardótt­ir (S): 2,5 sinnum í mánuði
    Halldóra Mo­gensen (P): 2,3 sinnum í mánuði
    Páll Magnús­son (D): 1,8 sinnum í mánuði
    Ólaf­ur Ísleifs­son (M): 1,7 sinnum í mánuði
  • Brynj­ar Níels­son (D): 1,7 sinnum í mánuði
    Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son (S): 1,7 sinnum í mánuði
    Þor­steinn Sæ­munds­son (M): 1,6 sinnum í mánuði
    Björn Leví Gunn­ars­son (P): 1,6 sinnum í mánuði
    Hanna Katrín Friðriks­dótt­ir (C): 1,6 sinnum í mánuði
    Will­um Þór Þórs­son (B): 1,5 sinnum í mánuði
    Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé (V): 1,5 sinnum í mánuði
    Smári McCart­hy (P): 1,5 sinnum í mánuði
    Óli Björn Kára­son (D): 1,4 sinnum í mánuði
    Lilja Rafney Magnús­dótt­ir (V): 1,4 sinnum í mánuði
    Birg­ir Ármanns­son (D): 1,4 sinnum í mánuði
  • Helgi Hrafn Gunn­ars­son (P): 1,4 sinnum í mánuði
    Karl Gauti Hjalta­son (M): 1,3 sinnum í mánuði
    Anna Kol­brún Árna­dótt­ir (M): 1,3 sinnum í mánuði
    Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir (V): 1,2 sinnum í mánuði
    Jón Þór Ólafs­son (P): 1,2 sinnum í mánuði
    Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son (V): 1,2 sinnum í mánuði
    Birg­ir Þór­ar­ins­son (M): 1,2 sinnum í mánuði
    Ásmund­ur Friðriks­son (D): 1,1 sinnum í mánuði
    Ari Trausti Guðmunds­son (V): 1,1 sinnum í mánuði
    Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir (B): 1,0 sinnum í mánuði

Þriðja deild:

  • Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir (V): 11,4 á ári
    Andrés Ingi Jóhanns­son (P): 11,0 á ári
    Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son (F): 9,4 á ári
    Jón Steindór Valdi­mars­son (C): 8,1 á ári
    Bergþór Ólason (M): 8,1 á ári
    Þor­björg Sigríður Gunn­laugs­dótt­ir (C): 8,1 á ári
    Bryndís Har­alds­dótt­ir (D): 8,1 á ári
    Þórunn Eg­ils­dótt­ir (B): 7,5 á ári
    Vil­hjálm­ur Árna­son (D): 6,8 á ári
    Lí­neik Anna Sævars­dótt­ir (B): 6,5 á ári
  • Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir (S): 6,5 á ári
    Halla Signý Kristjáns­dótt­ir (B): 5,8 á ári
    Har­ald­ur Bene­dikts­son (D): 5,5 á ári
    Njáll Trausti Friðberts­son (D): 5,5 á ári
    Guðjón S. Brjáns­son (S): 5,5 á ári
    Sig­urður Páll Jóns­son (M): 2,6 á ári

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: