- Advertisement -

Katrín, kvótinn og fjölskyldurnar fjórtán

Gunnar Smári skrifaði:

Staðreyndir máls eru þær að útflutningsverðmæti sjávarafurða var svona þessi ár:

  • 2018: 244,7 milljarðar króna
  • 2019: 260,4 milljarðar króna
  • 2020: 269,9 milljarðar króna
Þú gætir haft áhuga á þessum


En veiðigjöldin, leigan fyrir afnotin af auðlindinni voru svona:

  • 2018: 11,3 milljarðar króna
  • 2019: 6,6 milljarðar króna
  • 2020: 4,8 milljarðar króna


Það merkir að leigan fyrir afnotin að auðlindinni fóru úr 4,62% af útflutningsverðmætinu niður í 1,78%.

Þetta er svakalegur afsláttur. Ef leigan hefði haldið í við það sem hún var 2018 hefði átt að innheimta 12,5 milljarða króna í fyrra en ekki 4,8 milljarða króna. Mismunurinn er 7,7 milljarðar króna, sem renna frá hlut almennings yfir í hlut útgerðarinnar, mest til hinna stóru.

Reyndar var leigan árið 2018 alltof lág, hefði átt að vera fjórum sinnum eða fimm sinnum hærri. Leigan í fyrra var því um tíu sinnum of lág.

Svona erum við rík þjóð. Höfum efni á að gefa frá okkur eignir okkar til örfárra, kannski fjórtán fjölskyldna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: