Það eitt að Katrín Jakobsdóttir lét hjá leggjast að lesa greinargerð ríkislögmanns. Sem er þó á hennar forræði. Þetta er afleitt. Með öllu. Katrín á einn leik í þröngri stöðu. Honum verður leikið í dag.
„Þar sem ráðherra baðst afsökunar á fyrra ranglæti sem hinir sýknuðu urðu að þola væri ágætt að hún yki ekki á það sjálf.“ Þetta segir í Moggagrein sem Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður skrifar.
Framsetning ríkislögmanns er á ábyrgð Katrínar og staða hennar er verri fyrir að hafa ekki hirt um að lesa greinargerðina. „Af hálfu íslenska ríkisins er öllum ávirðingum gagnvart lögreglu og dómstólum, svo og ásökunum um meinta refsiverða háttsemi, lögreglu, ákæruvalds og dómstóla hafnað enda ósannaðar með öllu,“ segir þar.
Í dag kemur í ljós hvað Katrín hyggst gera til að bjargar málinu – og sjálfri sér. Kemst hún út úr þessu ömurlega klúðri?
Ekki má gleyma að málið snýst ekki um Katrínu. Alls ekki.