Stjórnmál

Katrín: Jöfnuður hefur aukist í tíð ríkisstjórnarinnar

By Miðjan

January 20, 2020

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi rétt í þessu að hún treysti stjórnendum og starfsfólki Landspítalans. Hún útilokar ekki að spítalanum verði sett stjórn. Katrín sagði fyrst verði að skoða hvernig stjórnendum sjúkrahúsa á Norðurlöndunum er háttað.

Logi Einarsson spurði hvort Katrín hafi ekki viljað setja á fjórða skattþrepið, á mjög háar tekjur. Katrínu hefur verið tíðrætt um aukinn jöfnuðuð í tíð ríkisstjórnarinnar. Um fjórða skattþrepið sagðist hún hafa lagt meiri áherslu á hækkun fjármagnstekjuskatts.