Skjáskot: RÚV.

Stjórnmál

Katrín: „Íslensk heimili almennt standa vel“

By Miðjan

March 10, 2022

„Hvað varðar sértækar aðgerðir þá er það mín skoðun að við eigum að huga sérstaklega að þeim sem höllustum fæti standa. Íslensk heimili almennt standa vel vegna þess að kaupmáttur hefur vaxið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.

„Einkaneysla hefur verið sterk og vanskil mjög lítil hjá þeim sem eru á fasteignamarkaði. En það sem þarf að horfa til er fólkið á leigumarkaðnum og fólkið sem hefur ekki komist inn á fasteignamarkað. Við höfum séð mikla fjölgun fyrstu kaupenda á undanförnum árum en það breytir því ekki að það er enn þá mjög þungt að fara inn á þennan markað. Þess vegna hef ég sett af stað sérstakan hóp um húsnæðismálin sem á að skila tillögum núna fyrir 1. apríl þar sem á að meta sérstaklega stöðu þeirra sem höllustum fæti standa á þeim markaði.“