Fréttir

Katrín hugsi yfir Þingvallafundi

By Miðjan

July 27, 2018

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Morgunvaktinni, á rás eitt, rétt í þessu að Þingvallafundurinn kalli á að Alþingi velti fyrir sér hvort þingið sé í sambandi við þjóðina. Hún tók ekki undir að fundurinn hafi verið klúður, en henni þykir atburðurinn kalla á vangaveltur um Alþingi annars vegar og almenning hins vegar.

Hún talaði meðal annars um hversu óljóst hafi verið hvort almenningur hafi verið velkominn eða ekki.

Katrín talar oft og mikið um samtöl hér og þar. Nú sagðist hún hugsa um hvort þingið eigi í réttu samtali við þjóðina.