- Advertisement -

Katrín hreykir sér og ríkisstjórninni

- bendir á að einstæð móðir, með tvö börn, hækki hugsanlega úr 300 þúsund á mánuði í 309.500.

„Á næsta ári fá 2200 manns barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári. Þetta leiðir af því að rétt í þessu samþykktum við lög sem hækka barnabætur um 16% á árinu 2019. Þetta þýðir líka að tekjulægri fjölskyldur fá hærri bætur á næsta ári en í ár. Með lögunum snúum við vörn í sókn í barnabótakerfinu sem ég tel gríðarlega mikilvægt skref til aukins jafnaðar,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir á Facebook.

En hvað þýðir þetta í raun?

„Sem dæmi munu barnabætur einstæðra foreldra með 300.000 krónur í mánaðartekjur og tvö börn, þar sem annað er yngra en sjö ára, hækka um rúmar 114.000 krónur á ári. Barnabætur foreldra í sambúð með samanlagðar mánaðartekjur upp á 600.000 krónur og tvö börn á sama aldri hækka um 170.000 á ári.“

Katrín segir þetta auka jöfnuð í samfélaginu. Auðvitað munar fátækt fólk um 9.500 krónur. Það er samt með ómögulegt að framfleyta sér og tveimur börnum á 309.500 krónum á mánuði. Húsaleiga er eflaust um 200 þúsund krónur á mánuði. Staðan batnar agnarögn við 9.500 krónurnar en allt réttsýnt fólk sér að það verður að gera mun betur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: