Katrín hljómar frekar eins og talskona Sjálfstæðisflokks en vinstri flokks
Gunnar Smári skrifar:
Samkvæmt Katrínu er allt í góðu á Íslandi. Helst má skilja á henni að tal um spillingu og ógnarvöld auðvaldsins sé byggt á miklum misskilningi og vanþekkingu.
Ég hef náttúrlega aldrei verið í VG, og spyr því flokksfólk þar: Er ekki galið af formanni þessa flokks, sem rekur ættir sínar til Alþýðubandalagsins og Sósíalistaflokksins gamla, að tala svona? Katrín hljómar frekar eins og talskona Sjálfstæðisflokks en flokks sem kennir sig við vinstristefnu (sem er eitt af orðunum sem fólk notar yfir sósíalisma, sem þorir ekki að segja sósíalismi upphátt).
Þú gætir haft áhuga á þessum