Mannlíf

Katrín hikar – Bjarni myndar nýja stjórn

By Miðjan

October 30, 2019

Verða þeir saman í liði?

Þegar ég vaknaði í morgun lifði í mér mjög skýr draumur úr nætursvefninum. Katrín og Bjarni tókust á. Voru mjög ósammála um mál sem tengist sölu ríkiseigna. Er ekki viss um hvort það var vegna mála úr fortíðinni. Til dæmis frá Lindarhvoli eða komandi ráðstafanna ríkiseigna.

Jæja, Bjarni sá að Katrínu yrði ekki þokað. Hann boðaði Sigmund Davíð á sinn fund. Þeir tókust í hendur. Bjarni talaði síðan við Sigurð Inga sem sagði bara já. Þeir sættust, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Bjarni gekk síðan á fund Katrínar og sagði henni að skila lyklunum. Ný stjórn væri veruleiki.

Bjarni varð forsætisráðherra, Sigmundur Davíð fjármálaráðherra. Lengra náði draumurinn ekki.

Mér þykir draumurinn ekki svo fjarstæðukenndur.