- Advertisement -

Katrín hafnar leið Sigurðar Inga – „Fólkið þarf aðgerðir núna“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

„Þegar kemur að húsnæðislið vísitölunnar þá var það tekið til ítarlegrar umræðu á síðasta kjörtímabili. Í samráði við aðila vinnumarkaðarins var fenginn sérstakur sérfræðingur í málefnum vísitölunnar til að leggja á þetta mat. Niðurstaðan varð, og við það voru allir aðilar sáttir, líka aðilar vinnumarkaðarins, að fara ekki í það að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni, það væri ekki lausn á vandanum. Við þurfum að horfa á rót vandans, herra forseti, og þar þurfum við að horfa á framboð á húsnæði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir aðspurð á Alþingi hvort til greina komi að taka húsnæðiskostnaðinn út úr vísitölunni þar sem íbúðarverð hefur verið helsta kyndingin á verðbólgubálinu.

„Þannig að svarið er sem sagt að ekki eigi að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni af því að rót vandans sé skortur á framboði á húsnæði sem aftur veldur hækkunum á vísitölunni? Hvernig er sú hækkun fólkinu í landinu að kenna? Hvernig er hægt að réttlæta að velta þeim vanda sem skortur á framboði á húsnæði er, sem er fyrst og fremst yfirvöldum að kenna, hvort sem er sveitarstjórnum eða ríkisstjórninni, yfir á fólkið í landinu? Ætlar ríkisstjórnin ekki að grípa til neinna almennra aðgerða? Eiga þær allar að vera sértækar fyrir ákveðna hópa? Hvað á að gera fyrir unga fólkið? Hvað á að gera til að sporna gegn spákaupmennsku sem keyrir upp íbúðaverðið? Hvað á að gera til þess að auka framboð íbúða, vegna þess að þessi hópur virkaði hreinlega ekki neitt? Og hvenær á að gera það? Hvernig sér hæstv. forsætisráðherra kjaraviðræður haustsins fyrir sér, fari allt sem horfir, án þess að ríkisstjórnin grípi inn í með raunhæfum hætti, eins og með því að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni? Fólkið þarf aðgerðir núna,” sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: