- Advertisement -

Katrín forsætisráðherra er með Covid

Ég get því ekki varið deginum með félögum mínum á flokksráðsfundi VG sem ég hafði hlakkað mikið til að sitja.

„Þann fyrsta febrúar greindist yngsti sonurinn með covid. Síðan þá hefur einn af öðrum sambýlismönnum veikst af veirunni þannig að það kom ekki beinlínis á óvart þegar ég greindist með covid í gærkvöldi. Ég get því ekki varið deginum með félögum mínum á flokksráðsfundi VG sem ég hafði hlakkað mikið til að sitja. En ég tek þátt í gegnum fjarfund og hóf fundinn á að ræða við félagana (aðeins hásri röddu) um stóru viðfangsefnin framundan:

Húsnæðismál og mikilvægi þess að við tökum höndum saman um að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði fyrir alla landmenn, mikilvægi þess að við nýtum sameiginlega sjóði okkar nú þegar hyllir undir lok faraldursins í félagslegar aðgerðir og að tryggja afkomu fólks og síðast en ekki síst – að til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum og tryggja um leið lífsgæði landsmanna eigum við að forgangsraða orkunni okkar í innlend orkuskipti,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir á Facebook rétt í þessu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: