Katrín flutti að heiman og hin fóru með henni
Katrín Jakobsdóttir hefur breyst mikið. Logi Einarsson hefur sagt að Samfylkingin og Vinstrigræn séu pólitískir nágrannar. Ekki veit ég hvort Loga þyki enn svo vera. Öllum er ljóst að Katrín er flutt að heiman og hitt fólkið í þingflokknum fór með henni. Breytingarnar eru miklar og augljósar.
Hér að neðan er myndbrot þar sem Katrín tjáir sig um flóttafólk. Það var áður en hún og Vinstrigræn gengu í bandalagi með Sjálfstæðisflokki. Nú sýnast flokkarnir vera systurflokkar. Í einu og öllu.
Kosningavetur er framundan. Vandséð er hvort og þá hvernig Vinstrigræn reddar sér úr þessu. Staða flokksins er meira en skrýtin. Fádæmi eru um flokk sem hefur kúvent jafn rækilega og Vinstrigræn hafa gert.
Hér að neðan er Katrín sem var. Ekki sú sem er.