Greinar

Katrín fær 2.222.272 á mánuði í laun

By Ritstjórn

December 14, 2020

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er svo mikið að í þessu þjóðfélagi. Á meðan fleiri og fleiri bíða í röðum eftir matargjöfum er verið að fylla peningakisturnar á Alþingi fyrir þingmenn og ráðherra. Svo dæmi sé tekið þá hækka laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í 2.222.272 krónur úr 2.149.200 krónum sem er um 73 þúsund króna launahækkun. Ráðherrar hækka um 66 þúsund krónur. Að þetta fólk skuli ekki skammast sín.