Þinghóll / „Ég spyr já eða nei spurningar: Er hæstvirtur forsætisráðherra sammála því að ráðherra og ráðuneyti sé að hlutast til um ráðningar fræðimanna, byggt á stjórnmálaskoðunum viðkomandi? Er hún sammála?“
Þetta sagði Halldóra Mogensen á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir kom í ræðustól:
„Ég er nokkuð viss um að þessi orð háttvirts þingmanns gætu ekki kallast mjög fræðileg vinnubrögð, að gefa sér að hún muni telja útúrsnúning það sem ég svara.“
Halldóra kallaði fram í: „En ég er ekki fræðimaður.“
Katrín brást við og sagði: „Nei, það er alveg, ég ætla ekki segja meira. Ég ætla ekki að segja meira hér því það sem ég er búin að vera að fara yfir eru staðreyndir málsins um það hvernig staðið er að ráðningu. Það eru staðreyndir málsins. Menn geta litið á það sem útúrsnúning,“ sagði hún.
Þær voru á að fara yfir framgöngu Bjarna Benediktssonar gagnvart Þorvaldi Gylfasyni.
„Ég hefði talið að það væru bara nokkuð mikilvæg gögn inn í upplýsta umræðu á Alþingi Íslendinga. Þannig er staðið að málum á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar. Eins og kom mjög skýrt fram í mínu svari áðan þá tengi ég það ekki við akademískt frelsi þegar ráðið er í slíkar stöður að slík ráðuneyti komi sér saman,“ sagði Katrín og síðar í ræðu sinni sagði hún:
„Þá mælist ég til þess að háttvirtur þingmenn hlusti á þau gögn sem ég hef farið hér yfir um hvernig staðið er að þessu, frekar en að saka fólk fyrir fram um útúrsnúning sem er ekki vönduð umræða.“