Skjáskot: Silfrið.

Fréttir

Katrín er heima vegna veirunnar

By Miðjan

March 23, 2020

Forsætisráðherra skrifar:

Kæru vinir!Nokkrir bekkir í Melaskóla voru sendir í sóttkví í gær eins og kom fram í fréttum. Yngsti drengurinn minn er í einum þessara bekkja og hann og pabbi hans ákváðu því í gær að flytja út af heimilinu. Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar. Ástarkveðjur.K.