Hróplegasta tímaskekkjan þar er líklega: Ísland úr NATÓ. Kolbrún Bergþórsdóttir Morgunblaðið.
„Staðreyndin er þessi: Katrín Jakobsdóttir gerði Vinstri græna að stjórntækjum flokki. Þetta var afturhaldssamur flokkur, fastur í alls kyns réttrúnaðarkreddum og úr sér gengnum vinstri frösum. Hróplegasta tímaskekkjan þar er líklega: Ísland úr NATÓ. Samt er enn stór hópur Vinstri grænna sem rígheldur í það úrelda stefnumál og neitar að viðurkenna staðreyndir sem blasa við um nauðsyn þessa merkilega varnarbandalags. Það er allt í lagi að lifa í draumsýn, það getur meira að segja verið nokkuð fallegt, en dugar ekki ef menn ætla að stunda raunsæispólitík,“ skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í Mogga morgundagsins.
„Samt er enn stór hópur Vinstri grænna sem rígheldur í það úrelda stefnumál og neitar að viðurkenna staðreyndir sem blasa við,“ skrifar Kolla. En hér er ný mynd frá stefnuskrá Vinstri grænna. Katrín hefur hvergi kynnt breytta skoðun. Hún og flokkurinn eru á móti aðild að Nató.