- Advertisement -

Katrín, braut Bjarni siðareglur?

Alþingi Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur, með formlegum hætti, snúið sér til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með fyrirspurn á Alþingi. Björn Leví vill fá að vita hvort Bjarni Benediktsson hafi brotið siðareglur með því að tefja birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 

Björn Leví vill vita hvort núverandi ríkisstjórn hafi sett sér siðareglur; „…ef svo er, hver ber ábyrgð á að þeim sé framfylgt og hver er málsmeðferðin komi upp brot á siðareglum ráðherra,“ spyr þingmaðurinn.

Hann vill líka vita hver leggi mat á hvort upplýsingar sem ráðherra hefur undir höndum varðandi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag eða ekki, samanber siðareglur ráðherra um upplýsingagjöf og samskipti við almenning.

Björn Leví er ekki hættur. Hann spyr einnig hvort fram hafi farið fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag? Ef svo er, hver var niðurstaða þess mats? Ef ekki, hvers vegna ekki? 

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: