- Advertisement -

Katrín, Bjarni og sterka stjórnin

Ólafur Þ. Harðarson prófessor sagði víst að vantrauststillagan á dómsmálaráðherra hafi styrkt ríkisstjórnina – frekar en veikt hana. Þetta getur ekki verið rétt mat. Þegar er búið að afskrifa tvo þingmenn úr stjórnarliðinu vegna þessa og ekki er hægt að útiloka stuðning allra 33ja þingmanna stjórnarinnar sem sjálfsagðan.

Sigurður Ingi hætti stjórnarmyndunarviðræðunum þegar hann reiknaði og sá þá voru aðeins 32 þingmenn í hugsanlegum meirihluta. Núverandi meirihuti er á þröskuldi sömu örlaga. Það er að því gefnu að Sigurður Ingi hafi meint það sem hann sagði þá og sé enn sömu skoðunar, sem þarf alls ekki að vera.

Vantrautsstillagan var velhepppnuð þar sem hún varð til þess að línur hafa skýrst. Ríkisstjórnin er ekki eins sterk og halda mátti. Hún er eins veik og vita mátti. Það hefur áður verið talað um villiketti í Vinstri grænum. Næstu daga og vikur munu margir stíga á skott kattanna og þá er að sjá hvernig þeir hvæsa þá.

Í baklandi VG getur ekki verið sátt með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna. Það er óhugsandi. Þó þignmenn og ein valdastofnun í flokknum hafi kokgleypt allt á það örugglega ekki við um stuðningsfólkið. Þegar þrengt verður að þingmönnum VG geta rólyndiskettir hagað sér sem villidýr. Orðið villikettir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo eru það bláu villikettirnir. Annað er bara óhugsandi en að, þingmönnum Sjálfstæðisflokks, taki einn daginn að leiðast að verja sessunauta sína fram og aftur fyrir nánast rómt rugl og ósóma. Andinn í þingflokki þeirra hlýtur að vera sérlega súr. Það er glæfraspil fyrir ríkisstjórnina.

Mesta hætta ríkisstjórnarinnar er hins vegar allt önnur og augljósari. Yfirburða staða Bjarna Benediktssonar er mesta hættan. Haldi hann áfram að hafa alla fagráðherrana í stuttu bandi, þar sem hann kippir þeim til baka, þegar honum sýnist er hættuspil. Það er vandasamt að vera yfirburðamaður í sínum hópi. Trúlega hefur Bjarni ekki félagslegan þroska til að vinna vel úr einstaklega sterkri stöðu sinni.

Já, ríkisstjórnin veiktist við vantrauststillöguna. Tveir féllu fyrir borð og sé orð að marka Sigurð Inga stendur ríkisstjórnin og fellur með einum manni. Tæpara verður það ekki.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: