- Advertisement -

Katrín: Átökin um stjórnarskrána hafa dæmt okkur til kyrrstöðu

Katrín Jakobsdóttir hefur, sem kunnugt, er lagt fram frumvörp um breytingar á stjórnarskránni. Þegar hún mælti fyrir málinu sagði hún meðal annars:

“Mín bjargfasta trú er að eina leiðin til að hreyfa málið sé að stjórnmálin taki það sem ég hef kallað efnislega umræðu um inntak tillagna að breytingum á stjórnarskrá. Ferlið hefur verið langt, 12 ár, og á þeim tíma hefur mikið umrót verið bæði í samfélaginu og stjórnmálunum. Í þeirri ágætu bók sem ég vitnaði til áðan er raunar fjallað töluvert um þá stöðu að leggja af stað í mjög umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar, sem upphaflega áttu að vera breytingar samkvæmt ósk þingsins til stjórnlagaráðs, þar sem óskað var eftir því að gerðar yrðu tillögur að breytingum á stjórnarskrá sem leiddu til þess að ráðið samdi nýja stjórnarskrá. Rakið er hvernig samfélagslegt umrót, gríðarstór pólitísk verkefni og óstöðugleiki í stjórnmálum þar sem töluverðar sviptingar voru m.a. í þingliði stjórnarflokkanna á þeim tíma, varð m.a. til þess að þessu verkefni lauk ekki. Um þetta ferli hefur verið tekist á um æ síðan og þessi átök um ferlið sjálft dæma okkur til áframhaldandi kyrrstöðu í stað þess að við ræðum einmitt hinar efnislegu breytingar en um það tel ég að ákall þjóðarinnar sé hávært og skýrt öllum þeim sem vilja hlusta eftir.”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: