- Advertisement -

Katrín: Aflendingar geti ekki átt í banka

„Aðili sem telst heimilisfastur í lágskattaríki eða er beint eða óbeint í endanlegri eigu aðila sem telst heimilisfastur í lágskattaríki má ekki eiga hlut í fjármálafyrirtæki,“ þannig hljómar upphaf lagafrumvarps sem Katrín Jakobsdóttir hefur lagt fram á Alþingi.

„Ríki eða lögsagnarumdæmi telst lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði aðila, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á hann hefði hann verið heimilisfastur á Íslandi. Ekki skal þó telja annað aðildarríki samnings um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar lágskattaríki.
Fjármálaeftirlitið getur veitt aðila hæfilegan frest til að selja hlut sem samræmist ekki ákvæði þessu. Hlutafjáreign sem samræmist ekki ákvæði þessu fylgir ekki atkvæðisréttur.“

Leynd og skattafælni

Katrín skrifar nokkuð langa greinagerð, sjá hér, en þar segir meðal annars:

„Aflandsfélög og skattaskjól hafa mikið verið til umræðu í íslensku samfélagi undanfarin missiri af eðlilegum orsökum. Þeir sem nýta sér aflandsfélög á lágskattasvæðum gera það yfirleitt til að greiða ekki af þeim eðlilegan skatt í heimalandinu eða til að leyna eignum sínum enda er að jafnaði ekki gerð krafa um gerð og birtingu ársreikninga í dæmigerðum skattaskjólum og er það hluti þeirrar miklu leyndar sem þar ríkir um fjármálastarfsemi.“

Skilar sér ekki

„Þegar aflandsfélög á lágskattasvæðum eru orðin verulega stór hluti af fjármálakerfinu hefur það þau áhrif að eðlilegir skattar skila sér ekki til samneyslunnar, þeir skila sér ekki til reksturs velferðarkerfisins, menntakerfisins og annarra mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig ógnar nýting aflandsfélaga velferðarríkinu. Aðrar afleiðingar eru þær að eignarhald verður ógagnsætt. Það þýðir í raun og veru að eignarhald mikilvægra fyrirtækja og félaga, á borð við banka og önnur fjármálafyrirtæki, er almenningi hulið sem dregur um leið úr eðlilegum áhrifum almennings á lykilstofnanir í samfélaginu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: