Karldómarar sýkna frekar kynferðisbrotamenn
- Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir karlkynsdómarar ekki hafa skilning á reynslu kvenna sem leiði til sýknudóma.
„Ég fagna því að dómsmálaráðherra leggur til eitthvað meira í anda 2017, og furða mig á því að aðrir geri það ekki,“ skrifar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra á Facebook.
„Rétt kynjahlutföll í Landsrétti er gríðarlega mikilvægt mál til þess að vinna réttinum traust. Þarf að minna á endalaus tilvik t.d. í kynferðisbrotamálum þar sem það hefur verið mál manna við lestur sýknudóma að lítill skilningur karldómara til reynslu kvenna þar hafi verið vandamál og haft áhrif á dóma til miska fyrir konur? Hér er stigið stórt skref í þá átt að konur og karlar verði sett janfrétthá í íslensku réttarkerfi,“ skrifar hún.
„Það er ótrúlegt að hlusta á femínistanna alla í stjórnarandstöðunni gagnrýna að 7 konur og 8 karlar eru skipaðir í Landsrétt af dómsmálaráðherra í stað 10 karla og 5 kvenna sem að svokallað faglegt mat hæfisnefndar lagði til. Það er gamla Ísland,“ skrifar hún ennfremur.
-sme