Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:
Um nokkurt árabil var starfrækt Tilkynningarskylda íslenskra skipa. Sjómenn urðu þá að kalla í talstöð og tilkynna sig. Ef þeir gerðu það ekki kom tilkynning í Ríkisútvarpinu. Og ef sú auglýsing bar ekki árangur var farið að leita. Sagt var að Hallgrímur vinur minn Guðfinnsson hefði gert sér þetta að leik til þess að heyra lesið margsinnis: Karl Marx, Karl Marx Ís, vinsamlega hafðu samband við næstu strandstöð Landssímans.
Og að sínu leyti eins og sjómenn höfðu Tilkynningarskylduna, höfðum við fjallaflakkarar Tilfinningaskylduna. Það var að hringja heim!