Fréttir

Karl Gauti óvinsælasti „Klausturskarlinn“

By Miðjan

December 11, 2024

„Klausturskarlarnir“ voru allir í framboði fyrir Miðflokkinn að þessu sinni. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson í Suðurkjördæmi. Karl Gauti í fyrsta sæti og Ólafur í þriðja. Karl Gauti náði kjöri, en Ólafur ekki. Gunnar Bragi Sveinsson var í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi. Hann náði ekki kjöri.

Bergþór Ólason var í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi og var kjörinn. Foringinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var sem fyrr í Norðausturkjördæmi. Hann náði kjöri. Gunnar Bragi Sveinsson var í framboði í Norðvesturkjördæmi. Hann náði ekki kjöri.

Hér má sjá hversu oft hver og einn var strikaður út. Ég hef ekki fundið hversu oft Gunnari Braga var hafnað af kjósendum Miðflokksins.