Kári segist vera „gamall“ sósíalisti
„Kjarninn vekur athygli á sterkri stöðu Sósíalista sem náðu fyrir lítið fé að rífa sig frá fjölda nýrra framboða í Reykjavík og sækja meira fylgi en sumir þingflokkanna: „Sósíalistaflokkurinn náði 6,4 prósent atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í fyrra og Sanna Magdalena Mörtudóttir er í kjölfarið í mjög sterkri stöðu í borgarstjórn. Sósíalistaflokkurinn var eini flokkurinn sem náði inn kjörnum fulltrúa sem er ekki með fulltrúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hundruð milljóna sem hinir sjö flokkarnir sem náðu inn er skammtað af fjárlögum ár hvert. Sósíalistar ráku þess í stað mjög árangursríka, einbeitta, skýra og stílhreina baráttu í gegnum samfélagsmiðla fyrir sáralítið fé sem vakti mikla og verðskuldaða athygli,“ skrifar Gunnar Smári.
Ekki þarf að leita lengi til að sjá að Kári Stefánsson er sósíalisti. Þessi tilvitnun er fengin frá Stundinni:
„Það sem mér finnst hins vegar dálítið erfitt fyrir gamlan sósíalista er að sitja uppi með að vera svona auðkýfingur í þessu samfélagi,“ segir Kári Stefánsson,