- Advertisement -

Kári segir okkar fólk vera til fyrirmyndar

Kári Stefánsson skrifar:

Kári Stefánsson.

Viðbrögð hérlendra stjórnvalda við faraldrinum hafa verið til fyrirmyndar og nákvæmlega eftir bókinni. Alma og Þórólfur og Víðir hafa verið yfirveguð og ekki látið hávaða ýta sér út í aðgerðir sem vinna gegn því markmiði að hemja óværuna. Þau eru okkur til mikils sóma. Þau eru ekki bara flínkust heldur líka flottust og eru að leggja mikið að mörkum til þess að bjarga mannslífum.

Það sætir hins vegar furðu hvernig Danir taka á málunum. Þeir loka landamærum eftir að veiran hefur breiðst út í landinu. Er hugmyndin að loka veiruna inni? Varla, vegna þess að hún grasserar í öllum löndunum í kringum þá. Þeir eru einfaldlega að setja á svið leikþátt sem á að sannfæra fólkið í landinu um að þeir séu svo afgerandi og duglegir. Þeir ætla meira að segja að nota dáta til þess að verja landið gegn veiru sem er þegar komin þangað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það eru forréttindi að hafa við stjórnvölinn í okkar aðgerðum fólk sem segir satt, er einlægt og leggst ekki svo lágt að reyna að plata. Ég tek ofan fyrir þessu fólki í auðmýkt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: