- Advertisement -

Kári á fullri ferð

Kári Stefánsson gefur ekkert eftir þegar hann skrifar grein ætlaða Jóni Ívari Ein­ars­syni, prófessor í læknisfræði við Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur nú skrifað tvær greinar í Moggann. Kári mislíkar við Jón Ívar og greinarnar. Fyrirsögn greinar Kára er nokkuð afgerandi: Opið bréf til Garðars Hólm.

Nú er það Kári sem skrifar í Moggannn, opið bréf ti Jóns Ívars.

„Jón Ívar Ein­ars­son, það ylj­ar mér um hjartaræt­ur að verða vitni að því hversu oft þess­um ís­lenska kven­sjúk­dóma­lækni í Boston verður hugsað til fóst­ur­jarðar­inn­ar. Það er hins veg­ar dá­lítið sér­stakt að lesa tvær grein­ar eft­ir sama mann­inn í Morg­un­blaðinu með nokk­urra daga milli­bili sem eru efn­is­lega næst­um eins. Eini mun­ur­inn er að seinni grein­in er útb­íuð í tölu­leg­um upp­lýs­ing­um, meðal ann­ars úr grein sem Íslensk erfðagrein­ing birti í New Eng­land Journal of Medicine á þriðju­dag­inn. Þessi tví­birt­ing sömu hugs­un­ar bend­ir til þess að þú haf­ir fallið fyr­ir þeirri fá­sinnu sem rík­ir í Nýja-Englandi, að Boston sé nafli al­heims­ins, og þess vegna sé allt sem þaðan kem­ur merki­legt og skuli birta oft, jafn­vel rök­leys­una við lok grein­ar þinn­ar.

En Jón Ívar, ég hef komið til Boston, skoðað svæðið og talað við fólkið. Mín álykt­un er sú að Boston sé bara sjáv­ar­borg í hnign­andi stór­veldi þar sem mennta­stofn­an­ir eins og sú sem þú vinn­ur við mark­ast af upp­haf­inni meðal­mennsku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna ertu að snúa dæm­inu á hvolf.

Nú skul­um við skoða ann­ars veg­ar for­send­ur sem þú gef­ur þér um far­ald­ur­inn og ástandið á Íslandi og álykt­an­ir sem þú dreg­ur af þeim: Þú gef­ur í skyn að ástandið á Íslandi sé gott og þess vegna eigi að slaka á kröf­um við landa­mæri en herða aðgerðir inn­an lands. Þarna ertu að snúa dæm­inu á hvolf. Ástandið á Íslandi er gott og fer batn­andi þannig að við get­um farið að slaka á sóttvarnakröfum inn­an­lands svo lífið fær­ist í nokkuð eðli­legt horf. Ef við hins veg­ar mynd­um slaka á kröf­um við landa­mæri er ljóst að smit­um myndi fjölga, gögn­in sýna það, og við yrðum að herða tök­in inn­an­lands þannig að skól­ar gætu ekki starfað eðli­lega, menn­ing­ar­líf legðist að mestu af og at­vinnu­veg­ir aðrir en ferðaþjón­usta myndu gjalda. Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi vilj­um við koma í veg fyr­ir að þau ber­ist inn frá öðrum lönd­um. Ef mikið væri um smit í land­inu væri eng­in ástæða til þess að verja landa­mær­in með skimunum og sótt­kví. Þú legg­ur meira að segja til að fimm daga sótt­kví verði skipt út fyr­ir heima­smit­gát sem væri stór­hættu­legt vegna þess að hún er skil­greind þannig að það er eng­inn mögu­leiki að ákv­arða hvort fólk fram­fylg­ir henni.

Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyr­ir þér og Boston væri nafli al­heims­ins veit­ir það þér ekki rétt­inn til þess að halda því fram að ö sé á und­an a í staf­róf­inu. Það er nefni­lega fyr­ir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heim­sótt mik­il óperu­hús veit­ir það enga vissu fyr­ir því að hann kunni að syngja.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: