- Advertisement -

Kapítalisminn verður grimmari í kreppu

Veltið fyrir ykkur björgunaraðgerðum Bjarna Benediktssonar í gegnum bankakerfið.

Gunnar Smári skrifar:

Hér er stutt grein eftir fræðikonu, Pavlinu R. Tcherneva, sem er ein af þeim sem hefur boðað það sem kallast Modern Monetary Theory (nútíma peningahagfræði). Hún leggur hér áherslu á tvennt sem Íslendingar verða að hafa í huga frammi fyrir þeirri kreppu sem við erum lent í og sem getur orðið dýpri en kreppan á fjórða áratugnum ef stjórnvöld beita vitlausum tækjum til að bjarga vitlausum hlutum.

Í fyrsta lagi getur ríkið prentað eins mikið af krónum og þörf er á til að greiða fólki laun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í öðru lagi þá verður það ekki gert með því dæla peningum inn í fallandi fyrirtæki innan fallandi atvinnugreina, þótt sjálfsagt sé fyrir ríkið að aðstoða smærri fyrirtæki við að borga fastan kostnað og halda uppi einhverri starfsemi, heldur með því að stíga fram sem launagreiðandi til þrautavara og byrja strax að útbúa störf.

Hún vísar til New Deal Franklin D. Roosevelt, miðjumanns sem þurfti að semja við vinstrið í sínum flokki um róttækar breytingar á efnahagsstefnunni, og sem stóð ekki aðeins fyrir verklegum framkvæmdum í samgöngum, raforkuvæðingu og annarri innviðauppbyggingu, heldur efldi menntun, listir, heilbrigðis- og velferðarkerfin og réð fólk til verkefna þar.

Lausnin er ekki að Seðlabankinn heimili viðskiptabönkunum að prenta meira fé og lána út í fyrirtækin, eins og plan ríkisstjórnarinnar er, því reynslan sýnir að það mun aðeins leiða til þess að allra stærstu eigendur allra stærstu fyrirtækjanna munu nýta kreppuna til að sölsa undir sig önnur fyrirtæki og tryggja betur auð og völd sín. Það er bæði eðli stórfyrirtækja og eðli bankakerfisins, sem þjónar þeim. Þannig virkar kapítalisminn og hann hættir ekki að vera kapítalismi í kreppu, þá verður hann enn grimmari, miskunnarlausari og hættulegri. Að fóðra dýrið meðan allir standa veikt er nánast glæpsamleg.

…valdi fárra yfir miklu með litlu framlagi en mikilli auðsöfnun…

Ríkið ber aðeins ábyrgð gagnvart almenningi, enga ábyrgð gagnvart þunnu eiginfé örfárra stórra eigenda stórfyrirtækja. Þetta þunna lag eru völd fárra yfir fyrirtækjunum, en tengist á engan hátt rekstri þeirra eða raunverulegri starfsemi, það má jafnvel segja að þeta þunna eignarhald bæli fyrirtækin, valdi því að eigendur dragi til sín of mikið fé úr rekstrinum svo fyrirtækin ná illa að endurnýja sig og séu illa búin undir áföll.

Það kemur í ljós núna, þegar fjarar út sést að margir þessarar eigenda eru ekki í skýlu. Í stað þess að eyða stórfé í að viðhalda þessu kerfi, valdi fárra yfir miklu með litlu framlagi en mikilli auðsöfnun, á ríkið að stíga inn sem launagreiðandi til þrautavara og hefja þegar að ráða fólk í verkefni sem skipta endurreisnina máli. Ríkið gæti t.d. núna á eftir sett öll þau sem fengu listamannalaun, fólk sem vinnur á jaðri vinnumarkaðar með lítil réttindi, á full laun. Það má ráðast í námsgagnagerð, skógrækt, stóriðju í ylrækt (t.d. einskonar bæjarútgerðir eða samvinnufélög innan bæja og byggðakjarna), uppbyggingu hleðslustöðva til undirbúnings orkuskipta bílaflotans (sparar gjaldeyri til framtíðar) o.s.frv.

Þetta stendur ekki allt í grein Pavlinu R. Tcherneva, ég er að leggja út frá henni. En lesið þessa stuttu grein og veltið svo fyrir ykkur björgunaraðgerðum Bjarna Benediktssonar í gegnum bankakerfið, þar sem hann og vinir hans ætla að velja það sem þeir kalla lífvænleg fyrirtæki til að hleypa uppstokkun atvinnulífsins í gegnum. Og ímyndið ykkur það samfélag sem mun rísa upp af því; enn meiri völd enn færri yfir samfélaginu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: