- Advertisement -

Kapítalisminn verðlaunar græðgi, yfirgang, frekju og grimmd

Gunnar Smári skrifar:

Þarna fer saman yfirgengileg heimska, stjórnlaus hégómi, stórlega brenglað sjálfsmat og blygðunarlaus lygi.

Samherjamálið afhjúpar hver eru verðlaunuð innan kapítalismans. Það er ekki okkar besta fólk, duglegasta og gáfaðasta eins og auðsinnar halda fram, þau sem vilja fela hinum ríka alla stjórn í samfélaginu. Ó nei. Kapítalisminn verðlaunar græðgi, yfirgang, frekju og grimmd.

Í vikunni kom lítil frétt sem afhjúpar heimsku hinna ríku. Þar var sagt frá Bill Gates, sem reynt hefur að selja heimsbyggðinni þá mynd af sér að hann sé hugsuður og drifinn áfram af mannúð og kærleika. Í fréttinni sagði að Gates hefði ekki heimsótt Jeffrey Epstein barnaníðing til að sækjast eftir kynlífi með kornungum stúlkum eins og aðrir sem leituðu til hans, heldur til að leita eftir stuðningi níðingsins við að hreppa friðarverðlaun Nóbels. Þarna fer saman yfirgengileg heimska, stjórnlaus hégómi, stórlega brenglað sjálfsmat og blygðunarlaus lygi. Ef þið sjóðið þetta saman í potti fáið þið persónuleika hinna ofurríku, fólksins sem dregið hefur til sín svo til allan ávinning af hagkerfinu síðustu áratugi. Við mikinn fögnuð auðsinna, sem líta á það sem gangverk samfélagsins að þetta fólk dragi til sín allan auð þess og allt valdið sem honum fylgir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: