- Advertisement -

Kapítalisminn eyðir náttúru- og loftlagsgæðum

Fyrsta skrefið í loftlagsmálum er því að taka völdin af kapítalinu.

Gunnar Smári skrifar:

Það er ekki hægt að að bjarga jörðinni og lífsskilyrðum okkar nema fella fyrst kerfið sem veldur eyðingu lífsgæða. Kapítalisminn brýtur ekki aðeins niður samfélög heldur eyðir náttúru- og loftlagsgæðum. Fyrsta skrefið í loftlagsmálum er því að taka völdin af kapítalinu. Allar aðgerðir innanóbreytt kerfis kapítalistanna eru til einskis. Án sósíalískrar byltingar, þar sem völdin eru tekin af kapítalistunum og færð almenningi, mun samfélagið ekki aðeins leysast upp í vaxandi ójöfnuði, ófriði og óréttlæti heldur munu lífsskilyrði okkar eyðast. Þau sem ekki geta ímyndað sér veröldina án kapítalisma eru í reynd tilbúin að fórna samfélaginu og lífsskilyrðum komandi kynslóða. Þau sem trúa á samfélag án alræðis auðvaldsins öðlast von um betra samfélag og að hægt sé að bjarga jörðinni frá eyðileggingu kapítalismans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: