- Advertisement -

KAPÍTALISMI ER EKKI LAUSNIN, KAPÍTALISTINN ER VANDAMÁLIÐ

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er svona stöndugur smáborgarabusiness, ætti að dafna meðan fjölskyldan leggur hart að sér, börnin setji sig inn í reksturinn ung og allir geti hjálpast að þegar illa árar.

Við lifum tíma sem hefur verið gefið allskonar nafn; tímabil nýfrjálshyggju, fjármálavædds kapítalisma, síðkapítalisma og allskonar. Nú ætla ég ekki að halda því fram að þessi saga af litlu hóteli á Suðurlandi endurspegli öll einkenni vorra tíma; alls ekki. En samt nokkur einkenni hans. Hótel Rangá er 52 herbergja hótel, eining sem sögulega er klassískt fjölskyldufyrirtæki sem tryggt gat fjölskyldumeðlimum öryggi í lífinu, öruggt starf og mat á diskinn; kannski efni til að mennta börnin og gefa gömlu hjónunum tækifæri á að ferðast um heiminn í lok langrar starfsævi. Þetta er svona stöndugur smáborgarabusiness, ætti að dafna meðan fjölskyldan leggur hart að sér, börnin setji sig inn í reksturinn ung og allir geti hjálpast að þegar illa árar. Þetta ætti að vera góður vinnustaður, tryggur launagreiðandi og vegna nálægðar eigandans við starfsfólk eru takmörk fyrir hversu hart hann gengur gagnvart launafólkinu. (Flest erum við þannig gerð að við eigum erfitt með að brjóta gegn fólki augliti til auglits. En því miður erum við líka þannig gerð að við eigum auðveldara með hafna þörfum og kröfum fólks sem við sjáum ekki og heyrum ekki í. Þess vegna verða stórfyrirtæki fljótt grimmar skepnur, stjórn þeirra á auðvelt með að leggja niður störf fólks sem stjórnarfólk hefur aldrei séð, og mun aldrei sjá.)

Þú gætir haft áhuga á þessum

En svona er goðsögn kapítalismans, um kapítalistann sem uppsker laun erfiðs síns og hefur unnið fyrir sínu. Á grunni þessa byggir verkaskiptingin sem við eigum að gangast undir; að kapítalistinn taki ákvarðanir sem á endanum reynist öllum vel; húsbændum og hjúum. En fjölskylda sem ræki 52 herbergja hótel á Suðurlandi væri varla raunverulegir kapítalistar; ekki ef reksturinn er á mörkum smáborgararekstrar. Slíkt fólk á reksturinn og fjárfestir ávinninginn af honum innan fyrirtækisins, fyrirtækið er einskonar umgjörð fjölskyldunnar. Kapítalisti er hins vegar fjármagnseigandi sem dregur fé út úr rekstrinum. Tilgangurinn með 52 herbergja hóteli á Suðurlandi er ekki að byggja upp traustan rekstur sem tryggja muni afkomu fjölskyldunnar, eins og goðsögnin segir; heldur tæki til að ná sem mestu fé út úr rekstrinum til að nota einhvers staðar allt annars staðar.

Kapítalisti er hins vegar fjármagnseigandi sem dregur fé út úr rekstrinum. Tilgangurinn með 52 herbergja hóteli á Suðurlandi er ekki að byggja upp traustan rekstur sem tryggja muni afkomu fjölskyldunnar, eins og goðsögnin segir; heldur tæki til að ná sem mestu fé út úr rekstrinum til að nota einhvers staðar allt annars staðar.

Friðrik Pálsson kom með öðrum slíkum fjárfestum að rekstri Hótel Rangá snemma á öldinni. Þetta voru ekki menn í leit að öryggi og sæmilegri afkomu heldur menn í leit að gróða, eins miklum og mögulegt er. Arðinum geta þeir náð með að auka tekjur og/eða lækka kostnað. Með því að hækka verð og lækka kostnað, sem oftast fellst í því að halda niðri launum, ráðgerðu þeir að ná fé út úr rekstrinum umfram það sem fjölskyldurekstur hefði gert á síðustu öld. Þeir tróðu sér inn æi rekstur miðlungs stórs fyrirtækis, sem í grunninn er fjölskyldurekstur, og ætluðu sér að sjúga út úr honum tíundu, jafnvel fimmtu hverja krónu sem kom inn. Sem verðlaun fyrir hvað þeir væru snjallir.

Og þeim hefur tekist þetta ágætlega. 2017 skiluðu þessi 52 herbergi 90 m.kr. hagnaði eftir allan kostnað. Miðað við 260 m.kr. arðgreiðslur á síðustu árum má reikna með að megnið af arðinum renni í dag til fjárfestanna, kapítalistana. Út úr rekstrinum og eitthvað burt.

90 m.kr. hagnaður af 52 herbergjum er 1,7 m.kr. á herbergi á ári og 145 þús. kr. á mánuði, 4750 kr. í hreinan hagnað á hverjum sólarhring. Hótel Rangá selur mat og þar er hægt að leigja út sal fyrir samkvæmi, svo það má vera að hagnaðurinn hafi aðrar uppsprettur en útleigu á herbergjum. En þetta er eftir sem áður stærðarhlutföllin í þessum hótelrekstri, á hverjum degi skilar hvert herbergi 4750 kr. í hagnað, samtals um 250 þús. kr. – milljón á fjögurra daga fresti til að ráðstafa í annað en reksturinn; eftir að allur kostnaður hefur verið greiddur, þ.m.t. fjármagnskostnaður vegna fjárfestinga.

Á Hótel Sögu eru starfsmenn um helmingi færri en hótelherbergin og ef það sama á við um Hótel Rangá má reikna með að hreinn hagnaður eftir allan kostnað, nema vegna eigendanna, sé um 9.500 kr. á hvern starfsmanna alla daga ársins eða um 290 þús. kr. á mánuði á starfsmann. Sé áfram miðað við Hótel Sögu þá voru meðallaun þar 2017 rétt rúmar 500 þús. kr. með öllum launatengdum gjöldum. Ef það sama á við um Hótel Rangá má segja að af samanlögðum hagnaði og launakostnaði hafi starfsfólkið fengið 2/3 en eigendurnir 1/3. Hlutur eigendanna kallast arðrán í Marxískri hagfræði, það sem þeir taka til sín af arðinum af vinnu starfsfólksins í krafti valds síns.

Fyrir nokkrum áratugum hefði verið erfitt að sannfæra fólk um að þetta væri gott fyrirkomulag í fyrirtækjarekstri, að eigendur tækju sem næmi helmingi af launakostnaði starfsfólks, í vinnuaflsfrekum rekstri, út úr rekstrinum.

Fyrir nokkrum áratugum hefði verið erfitt að sannfæra fólk um að þetta væri gott fyrirkomulag í fyrirtækjarekstri, að eigendur tækju sem næmi helmingi af launakostnaði starfsfólks, í vinnuaflsfrekum rekstri, út úr rekstrinum. Það hefði þótt léleg búmennska, græðgi og glóruleysi. Ástæða þess að við þolum þetta í dag er að við höfum verið sannfærð um að peningar vinni og hafi einskonar persónurétt; jafnvel að þeir peningar sem svokallaðir fjárfestar leggja til rekstrar í upphafi vinni mikilvægustu vinnuna og eigi að njóta forgangs um laun fyrir erfiði sitt. Ég skrifa „svokallaðir fjárfestar“ vegna þess að auðvitað er það ekki fjárfestir sem krefst þess að fá fé sitt til baka út úr rekstrinum á 4-5 ára fresti; það kallast fjárflettir.

Í stað goðsagnarinnar um eljusömu fjölskylduna að baki rekstri smárra og meðalstórra fyrirtækja er komin goðsögnin um frumkvöðulinn og fjárfestinn sem eiga að vera skapendur vorra tíma, uppspretta hagvaxtar og almennrar velsældar í vestrænum samfélögum. Undir blæju þessarar goðsagnar hafa kapítalistar komið sér fyrir í fyrirtækjum, ekki bara allra stærstu stórfyrirtækjunum heldur líka í millistórum fyrirtækjum eins og Hótel Rangá, sem sögulega ættu að vera fjölskyldufyrirtæki; og mergsjúga þau. Ef þau mergsjúga ekki fyrirtækin sjálf, skilja þau eftir án varasjóða og getu til að mæta tímabundinni niðursveiflu; þá mergsjúga þeir starfsfólkið svo það á ekki fyrir framfærslu út mánuðinn vegna þess að eigandinn tekur 1/3 af getu fyrirtækisins til launagreiðslna þess til sín um hver mánaðamót. Oft gera þessi svokölluðu fjárfestar hvort tveggja; halda launum starfsfólksins niðri og skræla fyrirtækin að innan á sama tíma í nafni þess að frumskylda hvers fyrirtækis sé að skila eigendum sínum vænum arði. Það kallast arðsemi; geta fyrirtækja til að skila eigendum sínum arðgreiðslum. Það er orðið nánast eini mælikvarðinn sem notaður er í almennri umræðu um hvort fyrirtæki séu góð eða slæm.

Friðrik Pálsson, sem fer fyrir svokölluðum fjárfestum Hótel Rangá, hefur hneykslast á kröfum launafólks um að fá laun sem duga fyrir framfærslu. Hann skammast yfir að það muni skemma arðsemi fyrirtækja, getu þeirra til að borga honum sjálfum og öðrum eigendum arð.

Það eru hins vegar ekki kröfur starfsfólks sem skemmir fyrirtæki, þess eru engin dæmi. Við þekkjum hins vegar endalaus dæmi þess að arðsemiskröfur eigenda eyðileggi fyrirtæki, vinnustaði, rekstur og atvinnugreinar. Og samfélög. Við eigum hins vegar erfitt með að ræða þetta innan samfélags sem lítur einmitt á þessa eyðileggingu einmitt sem æðsta markmið fyrirtækjarekstrar og frumforsendu atvinnulífs og efnahags samfélagsins. Það er búið að stela af okkur hugtökunum og tungumálinu svo við getum ekki rætt vandann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: