Stjórnmál

Kanntu að taka slátur?

By Sigrún Erna Geirsdóttir

October 07, 2014

Langar þig til þess að taka slátur eins og amma og afi voru vön að gera en veist kannski ekki alveg hvernig þú átt að bera þig að því? Engar áhyggjur, Náttúran.is kemur til aðstoðar. Á vefnum er að finna leiðbeiningar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttir um sláturgerð þar sem hún fer í gegnum ferlið, allt frá því að þú ferð á sláturmarkaðinn og þar til heitt slátrið er komið á diskinn þinn heima.  Eftir lesturinn muntu geta gert að vömbum, troðið í þær og soðið ljúffengt slátur eins og meistari.

Sjá nánar hér.