- Advertisement -

Kannast forsætisráðherra við loforðin?

Ég spyr forsætisráðherra: Kannast hann við að hafa talað um eða heyrt nefnda töluna 20% eða allt að 20%? Skuldaleiðrétting upp á 72 milljarða eru 3,7% af skuldum heimilanna, 5,7% af verðtryggðum skuldum heimilanna, 1/4 af því sem fyrirheit voru gefin um. Kannast hæstvritur forsætisráðherra við að hafa lofað að laga forsendubrestinn hjá íslenskum heimilum? Þannig mælti Helgi Hjörvar á Alþingi í gær.

„Tíminn leyfir ekki leiðréttingu á öllum þeim rangfærslum — svo ég nefni ekki þann skæting sem hv. þingmaður lætur iðulega fylgja í fyrirspurnum sínum — sem fram komu í fyrirspurn áðan,“ byrjaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svar sitt.

Og í lok máls síns sagði hann: „En af því að hv. þingmaður spurði sérstaklega um 20%, jú þá kannast ég við það að menn hafi bent á að dæmigert lán geti lækkað um 20% nú með nýtingu beggja leiða. Það var hins vegar mun erfiðara og ég skal alveg viðurkenna að er líklega dýrara að framkvæma þetta núna en það hefði verið ef minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefði staðið við það loforð sem hún gaf hátíðlega sem skilyrði fyrir því að frá að spreyta sig í þrjá mánuði. Verkefni þeirrar ríkisstjórnar var að ná 20% leiðréttingu lána. Til þess voru öll tækifæri á sínum tíma til að gera það hratt, gera það vel, gera það á hagkvæman hátt en það var svikið.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Átján þúsund og fimm hundruð

Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: