- Advertisement -

Kannanir sýna veika stöðu ríkisstjórnarinnar

Gunnar Smári skrifar:

Þessi könnun var tekin 2. til 29. mars og reikna má með að stærsti hluti svaranna berist á fyrri hluta tímabilsins. MMR gerði könnun dagana 18. til 20. mars, sem er því reynd nýrri, og þar var fylgi Sósíalistaflokksins óbreytt frá fyrri mánuði en fylgi Miðflokksins hafði dregist saman á meðan fylgi Sjálfstæðisflokksins hafði vaxið þónokkuð. Þá sveiflu má að hálfu sjá hjá Gallup, sem bendir einmitt til að MMR sé í reynd með nýrri upplýsingar. Hafið þetta í huga áður en þið farið að draga miklar ályktanir af þessari frétt, sem er augljóslega ekki skrifuð út frá mikilli reynslu af túlkun skoðanakannana.

Kannanir út í heimi hafa sýnt aukið fylgi ríkisstjórna og valdafólks, sama hversu vitlaust það er. Hér heima erum við enn stödd í fyrsta skrefi áfallsins, erum eiginlega föst þar þar sem öll umræða meginstraumsfjölmiðlana er lögð undir stjórnvöld og erindi þeirra. Það mætti því túlka niðurstöður þessara könnunar sem ákaflega veika stöðu ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna, að stuðningurinn sé ekki meira. Ljóst er að kvarnast mun undan þessum stuðningi þegar fleiri sjónarmið ná að komast upp á yfirborðið og í ljós kemur hversu einhliða efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru og hversu sniðnar þær eru að kröfum allra stærstu eigenda stærstu fyrirtækjanna og öflugustu fjármagnseigendanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: