Fréttir

Kanna ástæður örorku ungs fólks

By Miðjan

January 21, 2016

Samfélag „Velferðarráðuneytið hefur gert samning við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð könnunar sem felst í því að greina aðstæður ungs fólks í hópi öryrkja, meta hvort koma megi í veg fyrir að ungt fólk verði öryrkjar með markvissum forvarnaraðgerðum og tímanlegri þjónustu og að kanna hvað einstaklingarnir sjá sjálfir sem leiðir að lausn.

Könnunin verður gerð meðal fólks á aldrinum 18 – 39 ára sem er með örorkumat eða á endurhæfingarlífeyri. Tekið verður 1000 manna tilviljunarúrtak úr þýði fólks á aldrinum 18 – 39 ára. Samkvæmt samningi er gert ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað með skýrslu, eigi síðar en 31. maí næstkomandi.“