Fjölmiðlar
„Kamala Harris verður því miður ekki mikið betri, ef hún slysast til að vinna, en Biden hefur verið síðustu mánuðina, þótt af öðrum ástæðum sé. Hún hefur hvergi valdið þeim störfum sem hún hefur rambað í og það er ekki líklegt að slíkt muni breytast,“ segir í Reykjavíkurbréfi Davíðs þessa helgina.
Í raun segja skrifin meira um Davíð en Kamölu Harris. Á öðrum stað í skrifunum segir:
„Nú mætir Kamala Harris á útifundi. Engar spurningar leyfðar, en Kamala les í þrjú korter af spjöldum og gætir þess eins vel og hún getur að taka ekki upp á því aftur að flissa, að minnsta kosti ekki í mikið meira en tvær til þrjár mínútur í senn, þótt enginn í hópi áhorfenda vissi svo sem hvað var svona fyndið, sem gesturinn las af þessum spjöldum, en hló þó stundum með fyrstu mínúturnar.“
Donald Trump yrði eflaust skömminni skárri ef hann segði ekkert annað en það sem yrði skrifað á spjöld sem hann yrði að lesa.