Fjármálaráðherrar hafa hagað sér afar illa með peninga Ofanflóðasjóðs. Svo illa að framkvæmdum sem átti að ljúka, í ár og á síðustu árum, lýkur um hálfri öld síðar, það er á seinni hluta aldarinnar. Eyrnamerktir peningar hafa verið teknir og notaðir í eitthvað allt annað en þeir áttu að fara. Þjóðin hefur borgað og borgað vissi ekki um blekkingar fjármálaráðuneytis og andvana Alþingi.
Hér að neðan eru tvo brot úr Mogganum í morgun:
„Þrátt fyrir að Ofanflóðasjóði séu með lögum markaðar sértekjur hefur framkvæmdafé jafnan numið verulega lægri fjárhæð en tekjum sjóðsins nemur. ,,Reiknað á föstu verðlagi hafa fjárheimildir sjóðsins lækkað um 30% frá 2012 til 2020 en á sama tíma hafa tekjur af ofanflóðagjaldi hækkað um tæplega 22% á föstu verðlagi. Undanfarin tíu ár hafa fjárheimildir sjóðsins numið að meðaltali um 55% af ofanflóðagjaldi, og tæplega 47% undanfarin fimm ár. Afgangurinn hefur óskiptur runnið í ríkissjóð.“ Þetta kemur fram á minnisblaði Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, um fjármögnun og ráðstöfunarfé Ofanflóðasjóðs, sem lagt var fram á seinasta stjórnarfundi sambandsins.
Þá er bent á að allstór verkefni eru nú þegar í gangi og framkvæmdafé til ársins 2023 muni ganga til að fjármagna þær framkvæmdir. „Þá blasir við að haldi áfram sem horfir um fjárframlög til sjóðsins muni framkvæmdum sem ljúka átti 2010-2012 vart verða lokið fyrr en líður á seinni hluta 21. aldarinnar,“ segir á minnisblaðinu. Eins og fram hefur komið er áætlað að stærstu verkefni sjóðsins sem framundan eru muni kosta um 21 milljarð.“