- Advertisement -

Kálfurinn Bóbó og Gunnar Bragi

Daggeisli Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra verður sennilegast seint sagður góður bréfritari. Engir tveir virðast skilja bréf hans til Evrópusambandsins á sama veg. Það er ekki gott.

Það er kúnst að skrifa bréf. Ég ætla hér að birta uppáhaldssendibréfið. Það skrifaði Jónas Árnason, rithöfundur, alþingismaður, kennari, sjómaður og svo margt annað. Þannig var að ungur drengur, sem hafði farið í sveit sumarið áður og kom til baka lífsreyndur og hugsandi. Í sveitinni hafði um sumarið fæðst kálfur sem nefndur var Bóbó. Með drengnum og Bóbó tókst mikil vinátta. Svo kom að drengurinn leitaði til Jónasar með hjálp til að skrifa Bóbó bréf. Fyrir þau okkar sem eiga erfitt með að festa hugsanir okkar á blað er hollt að lesa það sem hér er greint frá. Hér hefst bein tilvitnun:

„Ég sagði ykkur frá einum góðkunningja mínum, fimm ára gömlum Reykjavíkursnáða, og vináttu þeirri sem tekist hafði með honum og kálfinum þar sem hann hafði verið í sveit fyrir norðan, kálfinum Bóbó. í gœrmorgun, þegar ég var að búa mig undir annir dagsins hér á blaðinu, stóð gaurinn allt í einu fyrir framan mig og tilkynnti að hann þyrfti endilega að senda Bóbó bréf. Ég yrði að skrifa það niður eftir honum án tafar. Ég hlýddi og hér kemur bréfið:

Reykjavík 7. febrúar 1952 Kæri Bóbó minn. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hvernig líður þér? Manstu þegar þú hoppaðir út um allt og dast oní lœkinn og varðst alveg rennandi blautur og allir sögðu hvort þú vœrir orðinn vitlaus eða hvað og mundir ábyggilega fá kvef og lungnabólgu. Stundum langar mig voða mikið að koma og leika við þig og fara útí mó og tína ber og þú þefaðir af öllum blómunum og baulaðir og lagðist oná öll bláberin og vildir ekki koma aftur heim þangað til þú vildir koma aftur heim því annars mundi huldufólkið taka þig og láta þig vera í fjósinu þar sem allar huldufólkarakýrnar eru svo vondar við litlu mannakálfana. Því skalt aldrei stelast í mjólkurfötuna og þú skalt aldrei nokkurntímann éta grautinn frá hænunum.

Ég er alltaf stöðugt að sendast út í búð fyrir mömmu og fer þangað líka oft og mörgum sinnum þó ég sé ekki að sendast afþví að kallinn þar heitir Benjamin Steingrímsson og er svo sniðugur og allta fað gefa mér karamellur og svoleiðis nema þegar hann gefur mér bara rúsínur. Ég er alltafað leika mér við strák sem heitir Þröstur og er besti vinur minn og það vill enginn af hinum strákunum leika sér við hann afþví að hann heitir eins og fugl. En ég held að þeir ættu bara ekki neitt að vera að ybba gogg því að einn þeirra á systur sem er tveggja ára og er alltaf að heimta aðfá að heita Ellsabet Drottning. Hún fer að öskra á hverju einasta kvöldi út af því að hún fær ekki að heita Elísabet Drottning. Mamma segir að það sé fallega gert afmér að vera alltafað leika mér við Þröst þó að hann heiti eins og fugl. Ég fór á barnaskemmtun og það voru stelpur sem dönsuðu eins og tindátar með byssur og allt og líka hundur sem dansaði og svo kom Alfreð og söng um strák sem þóttist vera agalega kaldur flugmaður og ekkert hræddur við Ijón og líka um annan strák sem lét alltaf eins og asni í strætó og allsstaðar og hefði átt að  vera búinn að vera rassskelltur fyrir löngu sögðu allir. Og svo var leikrit um strák sem fór að öskra af því hann fékk ekki neinn rauðakrosspakka í skólanum þó að hann væri orðinn 10 ára en það voru bara yngri krakkarnir sem áttu að fá pakka og hann öskraði og öskraði. Hann var asni og skrœfa. Ogsvo var bíómynd með kalli sem boxaði annan kall sem var kallaður Sponni Spýturass beint i hausinn svo hann plompaðist oní kjallara. Þá klöppuðu allir og ég líka.

Það er bannað að vera í fótbolta i portinu og við Þröstur erum aldrei að sparka þar en hann Steini er alltaf hreint að sparka þar og hann Diddi líka og einu sinni brutu þeir rúðu og kveiktu meira að segja í barnavagninum hjá konunni í nœsta húsi og hún sagði við mömmu Steina að barnavagninn sinn væri brunninn til kaldra kola og hefði nú blessað barnið verið í honum. Almáttugur en sú mœða.

Nú er ég alltaf í skólanum og allir stóru krakkarnir eru að skrifa og allir litlu krakkarnir eru að lesa. Eg á bók með Rauðhettu í, úlfurinn át hana ömmu hennar og hana sjálfa og var voða grimmur og líka svangur og alltaf að éta meira og meira. Einn strákurinn er alltafað hrekkja kennarann og ein stelpan er alltafað öskra.

Um daginn fór ég á bíó og einn kallinn var á skautum og datt á rassinn og fauk yfir girðinguna. Einu sinni var ég týndur og Þröstur líka niðrí bæ og löggurnar komu og spurðu hvar við ættum heima og leiddu okkur og voru með gantalega stórar hendur. Það er ekkert leiðinlegt að vera týndur nema kannski eins og strákurinn sem var týndur alla nóttina niðrí holunni blessað barnið og aumingja veslings móðirin öll útgrátin þegar hann fannst á endanum blessuð manneskjan. Nefið var gantalega hrukkótt og dinglaði.

Um daginn fór ég á álfabrennuna og það voru fullorðnir kallar að kveikja bál og álfarnir voru í skrúð- göngu og að syngja Stóð ég úti í tunglsljósi og líka um hann Ólaf Rósinkrans og að dansa, og mamma segir að það hafi verið alvöruálfar en hann Palli segir að einn álfastrákurinn eigi heima uppá loftinu heima hjá sér og sé asni og hrekkisvín. Það var álfakóngur og álfadrottning í ríki sínu. Svo kom Grýla og nefið á henni var gantalega hrukkótt og dinglaði og hún var alltafað elta Leppalúða og hann var bæði rangeygður og með eina tönn. Ég þekki strák sem er ógurlega kaldur og hann galaði bara: „Grýla píla, appelsína!“ Það var voða gaman. En mér var doltið kalt á nefinu.

Vertu svo blessaður og sœll Bóbó minn.

Þinn H.Ó. Reykjavík 8. febrúar 1952.“

Þarna komst öll hugsun bréfritara til skila.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: