- Advertisement -

Kaldranaleg og óásættanleg framkoma Landspítala gagnvart sjúkraliðum

Þá standa sjúkraliðar iðulega með almenningi á þeirra viðkvæmustu og erfiðustu augnablikum. Nú þurfa sjúkraliðar hins vegar á stuðningi almennings að halda ásamt einhverjum lágmarksskilningi og sanngirni frá yfirmönnum Landspítalans.

SLFÍ:

Þessu til viðbótar ákvað Landspítalinn nýverið að greiða sjúkraliðum lægri upphæð vegna aukins vinnuframlags umfram vinnuskyldu vegna Covid-19 faraldsins en öðrum heilbrigðisstéttum.

„Yfirmönnum Landspítalans hefur verið tíðrætt um mikilvægi heilbrigðisstétta fyrir spítalann og ekki síst á tímum Covid-19. Óumdeildar eru þær fórnir sem sjúkraliðar sem og aðrar stéttir innan Landspítalans hafa fært að undanförnu. Nú er hins vegar ljóst að orð yfirmanna spítalans eru innantóm þegar kemur að sjúkraliðum,“ segir í frétt frá Sjúkraliðafélagi Íslands.

„Sjúkraliðafélag Íslands hefur undanfarna mánuði verið í samningaviðræðum við fulltrúa Landspítalans vegna stofnanasamninga. Skemmst er frá því að segja að viðmót yfirstjórnar spítalans til málefnalegra sjónarmiða félagsins um uppfærslu á stofnanasamningi er andsnúið sjúkraliðum. Ekki er hægt að segja það saman um aðrar heilbrigðisstofnanir sem eru einnig í samningaviðræðum við sjúkraliða. Efnisleg endurskoðun á stofnanasamningum var forsenda framlengingar kjarasamnings við sjúkraliða en nú hefur Landspítalinn ákveðið að hunsa hana. Í mörgum tilfellum eru sjúkraliðar á Landspítalanum á lægri grunnkjörum en sambærilegir sjúkraliðar hjá öðrum heilbrigðisstofnunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

SLFÍ:

Sjúkraliðar hafa staðið sína vakt þegar kemur að mjög erfiðum aðstæðum innan spítalans á tímum heimsfaraldurs. Undanfarin tvö ár hafa sjúkraliðar lagt einkalíf sitt til hliðar til að geta unnið vinnuna sína og varið viðkvæma hópa.

Þessu til viðbótar ákvað Landspítalinn nýverið að greiða sjúkraliðum lægri upphæð vegna aukins vinnuframlags umfram vinnuskyldu vegna Covid-19 faraldsins en öðrum heilbrigðisstéttum. Eftir sem Sjúkraliðafélagi Íslands kemst næst hefur sambærileg mismun milli heilbrigðisstétta ekki áður átt sér stað ‏þegar kemur að umbun vegna álags vegna heimsfaraldursins.

Sjúkraliðafélag Íslands hefur ítrekað mótmælt þessari framkomu við yfirstjórn spítalans en hvetur nú nýjan forstjóra að standa með sjúkraliðum eins og sjúkraliðar hafa staðið með spítalanum á erfiðum tímum.

Sjúkraliðar eru 98% konur og er þessi framkoma gagnvart þeim í því ljósi sérstaklega ámælisverð. Þess vegna væri afar áhugavert að fá skoðun heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra til þessarar afstöðu Landspítalans til einnar stærstu kvennastéttar landsins, sem gegnir lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. 

Sjúkraliðar hafa staðið sína vakt þegar kemur að mjög erfiðum aðstæðum innan spítalans á tímum heimsfaraldurs. Undanfarin tvö ár hafa sjúkraliðar lagt einkalíf sitt til hliðar til að geta unnið vinnuna sína og varið viðkvæma hópa.

Þá standa sjúkraliðar iðulega með almenningi á þeirra viðkvæmustu og erfiðustu augnablikum. Nú þurfa sjúkraliðar hins vegar á stuðningi almennings að halda ásamt einhverjum lágmarksskilningi og sanngirni frá yfirmönnum Landspítalans.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: