- Advertisement -

Kaffibarþjónn á Starbucks skrifar niðrandi orð á bolla 11 ára stúlku

Hin 11 ára Teigahn Sangster fór með vinkonu sinni á kaffihús frá Starbucks en þegar hún fékk drykkinn sinn brá henni heldur betur í brún!

Teigahn Sangster ætlaði að eiga góðan dag með vinkonu sinni og fóru þær í fyrsta skipti einar síns liðs í bæjarferð í heimabæ sínum Edinborg í Skotlandi. Þær fóru inn á eitt af kaffihúsum Starbucks þar sem Teigahn pantaði sér karamellu Fappoccino. Eins og þeir sem hafa farið á Starbucks vita þá er alltaf beðið um nafn sem skrifað er á glasið og er það svo kallað upp þegar pöntunin er tilbúin en þessi hátturinn er sérstaklega á þegar mikið er að gera. Þennan dag átti það þó ekki við að nöfnin væru kölluð upp og varð stúlkan því ekki vör við neitt athugavert þegar hún fær drykkinn sinn afhendann og var það ekki fyrr en þær voru að fá sér sæti að vinkona hennar rekur augun í það að kaffibarþjónninn hafði skrifað „feit“ (fat) eða „feita“ (fato) á glas hennar.

 

Stúlkan sagði í viðtali að hún hafi upplifað mikla skömm, uppnám og reiði við þessa sjón. Hún hringdi í móður sína, Dionne Ford, og sagði henni frá þessu atviki og sagðist móðirin vera full viðbjóði við framkomu starfsmannsins í garð dóttur sinnar. Það sem gerði svo málið enn átakanlegra að mati hennar var þegar dóttir hennar sagði svo „Þetta skiptir ekki máli mamma, ég er feit“.

Starbucks setti af stað rannsókn á þessu atviki og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um viljaverk að ræða þó þeir gætu ekki gefið neina skýringu á hvernig það kom til að þetta hafi verið skrifað á bolla stúlkunnar. Sem mögulega skýringu sögðu þeir að mögulega hafi verið skrifað F í stað T fyrir Teigahn, sem er þó frekar langsótt. Í yfirlýsingu frá þeim segir:

„Okkur þykir miður að heyra af þessu atviki þar sem þetta er ekki það sem fyrirtækið leggur upp með. Okkur þykir fyrir þeirri sorg sem fjölskyldan hefur upplifað í kjölfar þess. Að lokinni rannsókn okkar á málinu viljum við koma því á framfæri að ekki var um viljaverk hjá starfsfólki okkar að skrifa niðrandi ummæli á glas stúlkunnar. Glasið fór á milli starfsmanna og hringurinn er til að gefa starfsmanni til kynna að hann hafi ekki skrifað nafnið rétt. Við höfum haft samband við fjölskylduna beint, útskýrt málið og beðist afsökunar.“

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp hjá Starbucks því í fyrra var viðskiptavinur sem fékk hafði pantað sér stórt glas af mokka kaffi og á því stóð „sykursýki hér kem ég