- Advertisement -

Kærur gegn lögreglu ná ekki í gegn

Sprengisandur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mannréttindalögfræðingur vakti máls á, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, að langflest mála þar sem lögeglan sætir kærum fyrir harðræði, hörku eða brota í starfi, falla niður, þannig að þau enda ekki fyrir dómstólum.

Upplýsingar komu frá innanríkisráðuneytinu vegna fyrirspurnar Birgittu Jónsdóttur.

Á árunum 2008 til 2014 voru kærð 98 mál, en einungis fjögur þeirra komu til kasta dómstóla. Hin voru felld niður.

„Þegar það er skoðað kemur fram að hlutfall þeirra mála, sem hafa farið fyrir dóm, í ámóta hlutfalli og gerist með nauðgunarkærur. Um 95 til 97 prósent mála falla niður og fara ekki fyrir dóm,“ sagði Þórhildur Sunna. „Það er að segja, sé lögð fram kæra eru yfirgnæfandi líkur á að hún falli niður.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórhildur Sunna sagði fólk vantreysta ríkissaksóknara til að rannsaka framgöngu lögreglunnar. Til þess þurfi að vera óháð nefnd.

Mér finnst mjög slæmt ef fólk treystir ekki ríkisaksóknara,“ sagði Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og fyrrverandi lögregumaður.

„Ef við finnum leið sem hentar í fámenninu hér til að eftirlit með lögreglu þá förum við þá leið. Það verður ekkert því til fyrirstöðu. Ég vil samt vekja athygli á að það er eftirlit, það er kerfi og einhverra hluta vegna nýtur lögreglan taust nítíu prósenta þjóðarinnar,“ sagði Vilhjálmur.

Viðtalið við Vilhjálm Árnason og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur er hægt að hlusta á hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: