- Advertisement -

„Jú, helvíti sem sniðið er að væntingum og þörfum vina fjármálaráðherra“

Bjarni ætti t.d. að tala við fólk sem er að reyna að lifa af 190 þús. kr. á mánuði.

Gunnar Smári skrifar:

Bíddu, hvað var Bjarni að segja? Hann vill ekki hækka atvinnuleysisbætur, sem eru í dag 190 þús. kr., vegna þess að lágmarkslaunin eru of lág, en þau eru 335 þús. kr. í dag. Hann segist hafa heyrt í sínu fólki, fyrirtækjaeigendum sem segja að það sér erfitt að lokka fólk til vinnu fyrir 335 þús. kr. á mánuði.

Okei, í fyrsta lagi ætti Bjarni að tala við aðra en fyrirtækjaeigendur, hann ætti t.d. að tala við fólk sem er að reyna að lifa af 190 þús. kr. á mánuði. Hann kæmist að því að það er mjög erfitt, nánast lífsins ómögulegt. Það sem vinum hans, eigendum fyrirtækja, finnst erfitt er leikur einn í samanburði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…sjá þá einu lausn að svelta fólk til hlýðni…

Í öðru lagi er það svo, að ef lágmarkslaun eru svo lág að þau bæta ekki stöðu þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum, sem ekki er hægt að lifa af, þá þarf að hækka lágmarkslaunin. Það er ekki hægt að lifa í samfélagi þar sem hin atvinnulausu svelta síðustu daga mánaðarins og líka þau sem eru með vinnu.

Hvaða helvíti er það?

Jú, helvíti sem sniðið er að væntingum og þörfum vina fjármálaráðherra, mann sem finnst voða erfitt að ráða fólk til vinnuþrælkunar og sjá þá einu lausn að svelta fólk til hlýðni, að lækka atvinnuleysisbætur svo öreigarnir komi skríðandi til þeirra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: