„Ég vil því upplýsa að ég læt af störfum sem formaður Sjómannafélags Íslands þegar minn formannstími er liðinn í desember 2019. Ég verð því ekki í kjöri í kosningum í haust.“
Þetta skrifar Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, meðal annars í langri grein sem birt er í Mogganum í dag.
Þar svarar hann Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem sækist eftir formennskunni í félaginu.
„Ég fagna áhuga hennar og dáist að einbeittum vilja. Hún, kannski skiljanlega, færir í stílinn til þess að vekja áhuga fjölmiðla. Það er hluti leiksins. En ásakanir um valdagræðgi eru vondar en jafnvel vont versnar. Heiðveig María segir að við viljum losa okkur við hana með „klækjum og fantaskap“,“ skrifar hann meðal annars.