Stjórnmál

Jón sneiðir að Lilju

By Miðjan

March 03, 2020

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sneiðir að Lilju Alfreðsdóttir, varaformanni Framsóknar og ráðherra, í Moggagrein í dag.

Ekki er langt haft var eftir Lilju í viðskiptakálfi Moggans:

 „Seg­ir hún að rík­is­stjórn­in sé með mörg verk­efni í píp­un­um sem hægt sé að koma á fram­kvæmda­stig á skömm­um tíma. Þannig eigi tíma­bundið að auka halla á rekstri rík­is­sjóðs og flýta fram­kvæmd­um.“

Jón segir um hugmyndir Lilju: „Til eru stjórn­mála­menn sem við þess­ar aðstæður vilja steypa rík­inu í nýj­ar skuld­ir og má skilja af orðum þeirra að þeir gleymi því að skuld­ir þarf að borga til baka. Slíkt tal er ábyrgðarlaust, sem er svo sem ekki óþekkt á vett­vangi stjórn­mál­anna.“

Lilja átti sýnilega ekki von á andmælum úr þessari átt. Í viðskiptakálfinum segir einnig:

„Lilja seg­ir að marg­ir deili þess­ari skoðun með henni og því býst hún við því að breið samstaða ná­ist um aðgerðir af þessu tagi. Hætt sé við að niður­sveifl­an sé meiri en spár geri ráð fyr­ir. Það sé reynsl­an úr litlu og opnu hag­kerfi eins og því ís­lenska að sveifl­an verði gjarn­an tals­vert ýkt­ari en gert sé ráð fyr­ir. Það sé raun­in bæði í upp- og niður­sveifl­um.“