Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sneiðir að Lilju Alfreðsdóttir, varaformanni Framsóknar og ráðherra, í Moggagrein í dag.
Ekki er langt haft var eftir Lilju í viðskiptakálfi Moggans:
„Segir hún að ríkisstjórnin sé með mörg verkefni í pípunum sem hægt sé að koma á framkvæmdastig á skömmum tíma. Þannig eigi tímabundið að auka halla á rekstri ríkissjóðs og flýta framkvæmdum.“
Jón segir um hugmyndir Lilju: „Til eru stjórnmálamenn sem við þessar aðstæður vilja steypa ríkinu í nýjar skuldir og má skilja af orðum þeirra að þeir gleymi því að skuldir þarf að borga til baka. Slíkt tal er ábyrgðarlaust, sem er svo sem ekki óþekkt á vettvangi stjórnmálanna.“
Lilja átti sýnilega ekki von á andmælum úr þessari átt. Í viðskiptakálfinum segir einnig:
„Lilja segir að margir deili þessari skoðun með henni og því býst hún við því að breið samstaða náist um aðgerðir af þessu tagi. Hætt sé við að niðursveiflan sé meiri en spár geri ráð fyrir. Það sé reynslan úr litlu og opnu hagkerfi eins og því íslenska að sveiflan verði gjarnan talsvert ýktari en gert sé ráð fyrir. Það sé raunin bæði í upp- og niðursveiflum.“