- Advertisement -

Jón ráðherra undirbýr vegtollana

Jón GunnarssonllJón Gunnarsson samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem á að leggja fram tillögur um fjármögnun vegaframkvæmda, til dæmis með veggjaldi.

Í undirbúningi eru miklar framkvæmdir til að bæta stofnleiðir út frá höfuðborginni, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut.

Skoðað verður  tvöföldun Hvalfjarðarganga og lagningu Sundabrautar í tengslum við gjaldtökuna. „Miðað er við að gjaldtakan falli niður þegar kostnaður við framkvæmdir er að fullu greiddur,“ segir í frétt frá ráðuneytinu.

„Ýmis rök mæla með því að ráðist verði í sérstaka framkvæmdaáætlun fyrir umræddar stofnleiðir og með annars konar fjármögnun en hefðbundnu ríkisframlagi. Undanfarin ár hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngumála og hægst á uppbyggingu samgöngukerfisins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: