Mannlíf

Jón Kalman heiðraður

By Miðjan

October 03, 2024

Menning „Stórtíðindi: Jón Kalman Stefánsson hlaut á dögunum Budapest Grand Prize og var heiðursgestur á Alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Búdapest,“ segir á Facebooksúði bókaútgáfunnar Benedikts. „Þessi virtu verðlaun eru árlega veitt rithöfundi sem telst í fremstu röð samtímahöfunda. Fyrri verðlaunahafar eru margir virtustu rithöfundar heims: Salman Rushdie, Günter Grass, Umberto Eco, Bret Easton Ellis, Michel Houellebecq, Sofi Oksanen, Jonathan Franzen, Orhan Pamuk, Karl Ove Knausgaard og Svetlana Alexievich.  Við óskum Jóni Kalman hjartanlega til hamingju með heiðurinn. Íslenskir lesendur geta farið að láta sig hlakka til, því ný skáldsaga eftir hann er væntanleg fyrir jólin.“