- Advertisement -

Jón Gunnarsson, TF-SIF og Alþingi

Það gefur auga leið að það hefur ekki mikil áhrif hvað varðar öryggissjónarmiðin.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Það lá fyrir í desember að rekstur Gæslunnar yrði erfiður og eftir ítrekaða fundi milli Landhelgisgæslunnar, yfirmanna þar, og dómsmálaráðuneytisins barst okkur bréf 18. desember frá Landhelgisgæslunni þar sem margar leiðir voru viðraðar sem við gætum brugðist við með í rekstri. Það varð sameiginleg niðurstaða okkar að þessi væri skaðaminnst út frá sjónarmiðum í rekstri og öryggiskröfum og viðbragði og björgunargetu Landhelgisgæslunnar,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi.

Enn þarf Jón að svara, sem og fleiri, svo sem Bjarni fjármálaráðherra, hvort Landhelgisgæslunni sé of naumt skammtað í fjarlögum.

„Þessi ákvörðun mun líka styðja við öflugan rekstur varðskipa og þyrlna þar sem við höfum styrkt mjög stöðu okkar á síðustu árum, m.a. með kaupum á nýju öflugu varðskipi, og mun tryggja rekstur þeirra enn betur en áður hefur verið. Áhrif á öryggi eru lágmörkuð og eins og kemur fram í bréfi Landhelgisgæslunnar er þessi vél búin að vera í verkefnum erlendis u.þ.b. sex mánuði á hverju ári undanfarin ár og vegna viðhalds, þjálfunar flugmanna og orlofs og annars hefur henni verið flogið innan lands í innan við 100 tíma á ári á undanförnum árum. Það gefur auga leið að það hefur ekki mikil áhrif hvað varðar öryggissjónarmiðin. Það hefur verið heimild til að kalla vélina úr þeim verkefnum til landsins ef um mjög alvarlega atburði er að ræða en það hefur aldrei verið gert, ekki svo að ég viti. Vélin er auk þess mjög dýr í rekstri og það liggja fyrir kostnaðarsamar uppfærslur á tækjabúnaði hennar sem nema sennilega einhverjum hundruðum milljóna. Það eru til aðrar hagkvæmari lausnir sem við erum að horfa til, einkum til eftirlits á ytri starfssvæðum utan drægni þyrlna og það verður að tryggja þá viðveru á ársgrundvelli. Sá undirbúningur er hafinn, m.a. með viðræðum við Isavia um hvort álitlegt væri að fara í samrekstur á þeim vélum eða með öðrum lausnum. Það er alla vega atriði sem er mjög mikilvægt að við leysum og við munum finna lausn á því sem varðar öryggissjónarmiðin sem að því snúa samhliða þessum breytingum,“ sagði dómsmálaráðherrann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: