Þegar Miðflokksmenn rugluðu sem mest á Klausturbarnum töluðu þeir meðal annars ósmekklega um Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Nú hefur einn þeirra, Karl Gauti Hjaltason. Nú hefur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skipað hann lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.
Írisi er misboðið. Hún skrifar:
„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni. Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“